Sumar: Flakkað um Öxarfjörð

Share:

Listens: 0

Sögur af landi

News & Politics


Sumarþáttaröð Sagna af landi heldur áfram, þar sem tínt er til efni frá liðnum vetri fyrir hlustendur til að njóta í sumar. Í þessum sjötta þætti verður rifjað upp ferðalag þar sem farið var í heimsókn á þrjá bæi við Öxarfjörð. Við byrjum á að fá okkur kaffi hjá sauðfjárbóndanum og frumkvöðlinum Guðríði Baldvinsdóttur á Lóni í Kelduhverfi. Hún segir okkur meðal annars frá fyrirtækinu sínu Mórúnum þar sem hún jurtalitar ull. Því næst er farið á bæinn Gilsbakka þar sem þau Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir og Brynjar Þór Vigfússon reka litla ullarvinnslu. Að lokum er farið á bæinn Leifsstaði en þar býr veðurspámaður sveitarinnar, stórbóndinn Stefán Rögnvaldsson. Viðtölin voru tekin í apríl. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir