Eignir lífeyrissjóðanna, ríkisstjórnarviðræður og bóluefni

Share:

Listens: 0

Morgunvaktin

News & Politics


Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir hraðan vöxt eigna lífeyrissjóðanna í spjalli um efnahag og samfélag. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru einkum í skráðum félögum og eins í sjóðum. Mest er fjárfest á Íslandi en einnig í útlöndum. Leigumarkaðurinn var einnig til umræðu og eins atvinnuleysi, ekki síst langtímaatvinnuleysi. Arthúr Björgvin Bollason segir að viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi þokist áfram þrátt fyrir að ýmislegt óvænt hafi komið upp undanfarna daga, svo sem skiptar skoðanir um hvort búið sé að ákveða að mynda nýtt loftslagsráðuneyti. Arthúr Björvin ræddi einnig mRNA tæknina sem mögulega verður nýtt við gerð bóluefna við öðrum veirusýkingum en Covid. Eins hvaða áhrif hækkandi hitastig hefur á framleiðslu hvítvíns í Þýskalandi. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta, bæði fullorðna sem og börn. Nú er verið að meta hjá Lyfjastofnun Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna hvort nota megi Pfizer við bólusetningar á yngri börnum en þeir sem helst smitast af Covid eru óbólusett börn og Íslendingar af erlendum uppruna. Að sögn Ingileifar þarf að ná betur til síðastnefnda hópsins sem er ekki nægjanlega upplýstur um rétt sinn til bólusetningar hér á landi. Tónlist: Gard times come again no more og Star of the County Down með The Chieftains. The Coffie Song með Frank Sinatra og Don't Let Me Down með Joy Crookes. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.