Matarfíkn - aðeins 20 mínútna viljastyrkur á dag ? - Esther Helga matarfíkniráðgjafi

Share:

Listens: 0

Heilsumál

Miscellaneous


Esther Helga Guðmundsdóttir matarfíkniráðgjafi er mætt til okkar í spjall. Við ræðum við hvað orsakar matarfíkn og hvað við getum gert í henni. Getum við treyst alfarið á viljastyrk okkar eða þurfum við aðrar lausnir ?Esther Helga er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf og eftirsótt bæði hér heima og erlendis sem fyrirlesari og kennari fyrir bæði fagfólk og almenning.Esther Helga stofnaði MFM miðstöðina árið 2006 og hefur unnið mikið að fræðslu um málefnið ásamt því að bjóða uppá einstaklingsmiðaða meðferð við matarfíkn og átröskunum.Esther Helga er einn af stofnendum og formaður Matarheilla, réttindafélags fyrir þá sem eiga við matarfíkn og átraskanir að stríða.  Hún er einnig varaformaður Food Addiction Institute, USA. Esther er sannarlega hafsjór fróðleiks um þetta málefni og frábært að fara yfir þessi mál með henni.